Fjölskyldumót

Salurinn

Salurinn rúmar með góðu móti 100 manns í sæti. Hann er leigður út allt árið og hefur verið vinsæll til ættarmóta, fjölskylduveislna og ýmis konar hópasamkvæma. 

Til viðbótar við salinn fylgir aðgangur að eldhúsi með öllum þeim eldhúsáhöldum og leirtaui sem til þarf. 

Verð á salnum til eins dags er 30.000 kr.

Verð fyrir ættarmót frá föstudegi til sunnudags er 100.000 kr. 

Svefnpokapláss í salunum 2.500 kr. nóttin

Tvö herbergi eru í húsinu og í hvoru þeirra tvö rúm óuppábúin, herbergið er á 7.000 kr. nóttin

Tjaldstæði er 1.000 kr. á mann fyrir 16 ára og eldri nóttin og rafmagn fyrir hvern dag/nótt er 1.000 kr líka fyrir ættarmótsgesti.